Færsluflokkur: Bloggar

Prófavika enn í gangi :(

Góðan daginn gott fólk..

 

Síðasta vika og þessi vika eru ekkert búnar að vera neitt brillíant skemmtilegar, bara í prófum og svona, fór í íslenskupróf á miðvikudaginn síðasta það gekk nú bara ágætlega. Á fimmtudaginn á Jónas afmæli þannig ég fór í bæinn og keypti rakspíra og gjafapappír því ég hafði keypt skó í bænum handa honum um páskana, svo kom hann í hádeigismat, hann fór nefnilega í vinna í löndun þennan dag bjáninn, eftir hádeigi fór ég að stússast í kringum kvöldmatinn ætlaði að bjóða honum út með fleirum öðrum e enginn komst þannigvið fórum bara 2 út að borða á Hotel Varmahlíð, hann vissi samt ekkert af þessu, fengum í forrétt skelfisksúpu, aðalrétt lambakjöt með brúnni sósu og kartöflum og í eftir rétt skyrís með einhvernveginn kexi og einhverju í botninum og svona, þegar búið var að borða fórum við á Shell Sport og leigðum okkur Saw 2 hún er ekki eins ógeðsleg og maður heldur, ég horfði á hana allan tímann án þess að fela hausinn undir kodda J.

Föstudaginn lærðum við og vorum voða róleg

Laugardaginn fórum við í íþróttafræðipróf mér gekk bara ágætlega,fórum svo að þrífa bílana okkar því það var svo geggjað veður, svo fór Jónas að hjóla með strákunum, þannig ég brjaði að taka til í herberginu og læra smá þá bauð Gummi tengdó mér í hjólaferð á Goldvingnum svaka flott hjól sem hann á, þau eiga 8 hjól fjölskyldan hehe J, ég fór svo að læra eftir þessa miklu ferð, svo sóttum við Jónas og hjólið hans, borðuðum og chilluðum fram á kvöld.

Sunnudaginn lærði ég soldi, fórum svo í sveitina að hjálpa pabba, mjög gaman að koma í sveitailminn J,

Mánudaginn gáfum við dýrunum, asskotans merinn hennar Jóhönnu, var búin að opna fyrir vatnið í hesthúsunum og hafði gleymt að loka fyrir það aftur, þannig að hesthúsin voru gjörsamlega á floti, þannig við vorum heilengi að moka út úr hesthúsunum, fór svo að læra, fórum svo heim um 5 leytið með smá stoppi hjá ömmu gömlu, fór svo að læra horfði svo á lost lærði meira fór svo að sofa, fór svo í sögupróf í morgun gekk bara áglætlega, og er að fara halda áfram að læra í dönsku, það er bara blessuð blíðan úti J

Hlakka svo til að fara í sveitina J

 


Ný síða

jæja gott fólk ég ákvað að skipta enn og aftur um síðu því það er svo gott að setja inn myndir hérna þannig þið fáið núna fullt af myndum :) en ég er einmitt að byrja í prófum núna, fyrsta prófið mitt er á morgun íslenska kl 9, Íþróttafræði laugardaginn 6 maí, Saga þriðjudaginn 9, Danska miðvikudaginn 10 maí og Náttúrufræði og Sálarfræði föstudaginn 12 maí. Eftir prófin fer ég svo í sveitina því sauðburðurinn byrjar hjá okkur í sveitinni 15 maí og er búinn í kringum mánaðarmótin,

Ég fór heim um helgina Jónas kom með mér en hann fór aftur heim á laugardaginn því hann var að fara í óvissuferð með Bling-bling, Haukur,Anna Helena, Valentína, Kató, Eiríkur, Andrés, Siggi, Maríanna, Pabbi og Anna voru öll í sveitinni þannig það var banastuð, við horfðum á tv á föstudagskvöldið ég og Haukur með Jónas hrjótandi yfir okkur hehe og á laugardagskvöldið vorum við að spila vist.

Ég er svo búin að vera læra síðan ég kom hingað, fór í göngutúr áðan til folaldsins þið getið séð myndir af því inná myndalbúminu og líka frá réttunum ég ætla að reyna að vera dugleg að setja inn myndir.

Jónas er að bíða erum nefnilega að fara í Birkihlíð að skoða lömbin þar, sauðburðurinn er nefnilega hálfnaður þar, hann er að bíða ég skrifa meira næst verið dugleg að commenta svo ég nenni að skrifa :)


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband